Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi rannsóknarinnviða á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, tímabundið til tveggja ára. Teymið styður við markvissa uppbyggingu rannsóknarinnviða innan Háskóla Íslands í samræmi við Rannsóknarinnviðaáætlun skólans.
Markmið starfsins er að straumlínulaga ferli styrkumsókna, innkaupa og eignaskráningar í þeim tilgangi að öðlast betri yfirsýn yfir rannsóknarinnviðaeign og þarfir rannsakenda. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands og aðila innan stjórnsýslu skólans, auk aðkomu að umsýslu Tækjakaupasjóðs og Mótframlagasjóðs Háskóla Íslands.
Gerð gagnagrunns úr Tækjakaupa- og Mótframlagasjóði skólans
Samræming upplýsinga frá umsóknum í Tækjakaupa- og Mótframlagasjóð til eignaskráningar rannsóknarinnviða
Þátttaka í umsýslu með umsóknum, mati og styrkveitingum úr Tækjakaupa- og Mótframlagasjóði
Aðkoma að skráningum rannsóknarinnviða Háskóla Íslands í skráningar-/bókunarkerfið Clustermarket
Aðkoma að bestun ferla og innleiðingu upplýsingtæknilausna á Vísinda- og nýsköpunarsviði
Samskipti við rannsakendur og rekstraraðila rannsóknarinnviða
Þátttaka í vinnuhópum og/eða teymisvinnu tengdum rannsóknarinnviðum
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Gott vald á upplýsingatækni og gagnagrunnsforritum s.s. Excel og Sharepoint listum og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
Reynsla af notkun PowerBI er kostur
Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
Góð íslensku- og enskukunnátta
Samstarfshæfni og nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Vísinda- og nýsköpunarsvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2025
Eiríkur Stephensen, esteph@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnisstjóri á skjalasafni HÍ Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi skjalasafns Háskóla Íslands. Hlutverk safnsins er...
Sækja um þetta starf