Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla Íslands.
Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, nemendaráðgjöf, kennslumál og próf.
Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir umsækjendur og nemendur skólans og annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um námsframvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa og nemendatölfræði. Nemendaskrá er á 3. hæð Háskólatorgs og mun verkefnisstjórinn hafa aðsetur þar.
Móttaka og afgreiðsla umsókna um nám frá innlendum sem erlendum umsækjendum
Samskipti við umsækjendur, nemendur og starfsfólk HÍ
Ráðgjöf og skráning á námsframvindu nemenda
Aðstoða við brautskráningu í samvinnu við deildir
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
Góð íslensku- og enskukunnátta
Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Microsoft 365 umhverfi og vilji til að tileinka sér nýjungar á því sviði
Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
Samstarfshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.03.2025
Kristín Jónasdóttir, kris@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnisstjóri í tölfræðiúrvinnslu í nemendaskrá Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í tölfræðivinnslu í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla...
Sækja um þetta starf