Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi við erlend rannsóknaverkefni, m.a. með ráðgjöf og eftirliti með samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.
Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. Markmið starfsins er að efla rannsóknir og vísindastarf við Háskóla Íslands með því að veita faglegan almennan stuðning, aðstoð og ráðgjöf.
Umsjón og eftirlit með framgangi alþjóðlegra rannsóknarverkefna og/eða verkefnasafna Háskóla Íslands
Fjárhagslegt uppgjör verkefna og yfirsýn yfir rekstrarstöðu verkefna
Tryggja að farið sé að reglum styrkveitanda varðandi fjármál og önnur atriði sem tilgreind eru í styrk- og samstarfssamningum
Samskipti við þátttakendur í rannsóknaverkefnum
Aðstoð við gerð fjárhagsáætlana vegna umsókna um rannsóknastyrki
Þátttaka í vinnuhópum og/eða teymisvinnu tengdum styrkjaumhverfi
Meistaragráða sem nýtist í starfi
Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Excel og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
Þekking á styrkjakerfi rannsókna og nýsköpunar og helstu alþjóðlegu rannsóknasjóðum (H2020, Horizon Europe, Nordforsk, NIH, EEA Grants, o.s.frv.) er kostur
Reynsla af fjárhagsupplýsingakerfum er kostur
Reynsla af fjárhagsuppgjöri er kostur
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Samstarfshæfni, nákvæmni, útsjónarsemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands.
Vísinda- og nýsköpunarsvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.01.2025
Svandís Helga Halldórsdóttir, svandish@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Umsækjandi rannsóknastyrkja (e. grant writer) hjá Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sem snýr að styrkumsóknarskrifum (e....
Sækja um þetta starfVerkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfVerkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra innkaupa á fjármálasviði Háskóla Íslands. Fjármálasvið er eitt...
Sækja um þetta starfForseti Félagsvísindasviðs Hlusta Háskóli Íslands leitar að leiðtoga fyrir Félagsvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Félagsvísindasviðs starfar...
Sækja um þetta starf