Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi skjalasafns Háskóla Íslands. Hlutverk safnsins er stjórnun, söfnun og varðveisla skjala skólans auk annarra upplýsinga til notkunar fyrir Háskólann, stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga.
Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til stjórnenda og starfsfólks varðandi upplýsinga- og skalastjórnun.
Þátttaka í innleiðingu skjalakerfis og umsýslu þess.
Þátttaka í mótun ferla og verklags vegna upplýsinga- og skjalastjórnunar.
Frágangur og skil á pappírsskjölum og rafrænum gögnum til Þjóðskjalasafns.
Háskólapróf í upplýsingafræði, skjalfræði eða á sambærilegu sviði
Reynsla af skjalastjórnun
Góð samskiptafærni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Microsoft 365 umhverfi
Góð íslensku- og enskukunnátta
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.03.2025
Kristjana Eyjólfsdóttir, kristjanaey@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnisstjóri í teymi rannsóknarinnviða á Vísinda- og nýsköpunarsviði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi rannsóknarinnviða á...
Sækja um þetta starf