Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra innkaupa á fjármálasviði Háskóla Íslands.
Fjármálasvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk fjármálasviðs er að halda utan um reikningshald, fjárhagsáætlanir, innkaup og ferðaheimildir. Fjármálasvið starfar í náinni samvinnu við fræðasvið og stofnanir háskólans. Fjármálasvið er staðsett í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Verkefni fjármálasviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands HÍ26 þar sem m.a. er lögð áhersla á notendamiðaða þjónustu.
Umsjón með innkaupakerfi og kerfi fyrir rafrænar innkaupabeiðnir, viðhald stofnupplýsinga og þróun á notkun kerfanna
Innkaupagreiningar
Innleiðing og eftirfylgni nýrra lausna á sviði innkaupamála, þá sérstaklega rafrænar lausnir, t.d. með notkun ferla-og þarfagreininga
Ráðgjöf og fræðsla í tengslum við tölvukerfi innkaupa- og ferðamála
Aðkoma að ýmsum innkaupum með ráðgjöf, aðstoð eða umsjón kaupa
Aðkoma að afgreiðslu ferðabeiðna og kaupum á fargjöldum
Þátttaka í teymisvinnu og umbótaverkefnum á fjármálasviði
Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskiptafræði, verkfræði eða öðru sambærilegu sviði
Reynsla af innkaupum og greiningum er æskileg
Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði. Reynsla af innleiðingu rafrænna lausna er kostur
Kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Frumkvæði og sjálfstæði í störfum
Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.01.2025
Tryggvi Þorsteinsson, tryggvi@hi.is
Sími: 8251211
Fá tilkynningu um svipuð störf
Forseti Félagsvísindasviðs Hlusta Háskóli Íslands leitar að leiðtoga fyrir Félagsvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Félagsvísindasviðs starfar...
Sækja um þetta starfUmsækjandi rannsóknastyrkja (e. grant writer) hjá Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sem snýr að styrkumsóknarskrifum (e....
Sækja um þetta starfVerkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfVerkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og...
Sækja um þetta starf