Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust til er umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í reikningshaldi á fjármálasviði Háskóla Íslands.
Fjármálasvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóli Íslands. Verkefni Fjármálasviðs taka mið af stefnum Háskóla Íslands þar sem lögð er áhersla á notendamiðaða þjónustu.
Reikningshald Háskóla Íslands er þjónustueining á fjármálasviði sem sér um að færa bókhald Háskólans, gera ársreikning og þróa notkun Oracle sem er fjárhagslegt upplýsingakerfi skólans. Hlutverk reikningshalds er einnig að veita upplýsingar um alla fjárhagslega þætti í rekstri skólans. Þjónusta reikningshalds lýtur að þeim verkþáttum er snúa að fjárreiðum, t.d. reikningagerð, innheimtu viðskiptakrafna og bókana á tekjum og gjöldum deilda og stofnana.
Bókun innkaupareikninga
Þátttaka í þróunarverkefnum og innleiðingu rafrænna lausna
Afstemmingar og þátttaka í uppgjörum
Upplýsingagjöf til starfsfólks og stjórnenda
Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskipta eða sambærilegum sviðum
Próf til viðurkenningar bókara er kostur
Reynsla af bókhaldsvinnu
Reynsla á innleiðingu tæknilausna er kostur
Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
Samvinnuhæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024
Svala Sigvaldadóttir, svalas@hi.is
Sími: 5254324
Fá tilkynningu um svipuð störf
Ritstjóri kennsluskrár Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf ritstjóra kennsluskrár Háskóla Íslands. Útgáfa kennsluskrár heyrir undir kennslusvið Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfBrænder du for kommunikation og formidling af det nordiske miljø- og klimaarbejde? De nordiske lande har høje ambitioner på klimaområdet...
Sækja um þetta starfRannsóknamaður á Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf rannsóknamanns á réttarefnafræði- og eiturefnafræðideild Rannsóknastofu...
Sækja um þetta starf