Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf sem snýr að styrkumsóknarskrifum (e. grant writing) í tengslum við vísindarannsóknir Hans Tómasar Björnssonar við Háskóla Íslands. Viðkomandi mun vinna náið með hópstjóra og fjölbreyttum alþjóðlegum hópi nýdoktora, verkefnastjóra og doktorsnema við að sækja um stóra erlenda rannsóknarstyrki. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf. Við leitum að einstaklingi sem er reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi rannsóknarstarfsins og búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem síbreytileg og lifandi verkefni innan slíkra rannsókna geta krafist.
Styrkjaskrif fyrir rannsóknarstyrki og samskipti við styrkveitendur
Aðkoma að skýrsluskilum og eftirliti á nýtingu styrkja
Aðkoma að útreikningum á kostnaðarþáttum fyrir styrkumsóknir
Aðkoma að greinaskrifum á greinum sem tengjast rannsóknum
Þátttaka í vísindamiðlun rannsóknarstofunnar
Doktorspróf á sviði erfðafræði, sameindalíffræði eða sambærilegum sviðum eða meistarapróf ásamt marktækri reynslu af sambærilegum verkefnum.
Reynsla af vinnu við vísindaverkefni eða skrif á vísindatexta er æskileg
Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ásamt öguðum vinnubrögðum, nákvæmni og útsjónarsemi
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:
Kynningarbréf þar sem fram kemur áhugi umsækjanda á starfinu.
Ferilskrá sem inniheldur upplýsingar um starfsreynslu og birtar greinar.
Afrit af prófskírteinum (Master og/eða PhD).
Upplýsingar um tvo umsagnaraðila og hvernig má hafa samband við þá.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun á Íslandi. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir: Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2025
Hans Tómas Björnsson, htb@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfVerkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og...
Sækja um þetta starfForseti Félagsvísindasviðs Hlusta Háskóli Íslands leitar að leiðtoga fyrir Félagsvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Félagsvísindasviðs starfar...
Sækja um þetta starfVerkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra innkaupa á fjármálasviði Háskóla Íslands. Fjármálasvið er eitt...
Sækja um þetta starf