Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Óskað er eftir umsóknum um tvö doktorsnemastörf í fullu starfi í rafmagns- og tölvuverkfræði. Bæði störfin liggja á þverfaglegu sviði sem fjallar þróun aðferða sem blanda saman hefðbundum reikniaðferðum við aðferðir sem byggja á skammtafræði til þess að leysa verkefni í fjarkönnun (e. Earth Observation). Störfin eru til þriggja ára og eru að fullu styrktar af Rannsóknasjóði Íslands (RANNIS) og fela í sér nána samvinnu á milli Háskóla Íslands og Jülich Supercomputing Centre (Forschungszentrum Jülich, Germany), sem og við aðrar alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.
Skammtatækni (e. Quantum technologies) nær yfir ýmis svið eins og skammtafjarskipti (e. quantum communications), skammtaskynjun (e. quantum sensing) og skammtaútreikninga (e. quantum computing). Þó að hagnýting þessara sviða sé enn á frumstigi felast gríðarlegir möguleikar í þeim. Rannsóknir hafa sýnt að skammtatölvur geta tekist á við flókin vandamál eins og að þátta stórar tölur og afkóða dulkóðuð skilaboð miklu hraðar en hefðbundnar tölvur. Þetta verkefni sameinar klassískar tölvuaðferðir og skammtaaðferðir til að leysa verkefni í jarðvísindum og fjarkönnun (e. geosciences and remote sensing) sem krefjast mikilla útreikninga. Slík gögn samanstanda af myndum og mælingum sem safnað er með gervihnöttum og öðrum skynjurum og nýtast til þess að fylgjast með umhverfinu.
Verkefnið mun þróa blöndu skammtafræði og klassískra (e. hybrid quantum-classical) aðferða sem nýtir ofurtölvu (e. High Performance Computing HPC) til að greina mikið magn af fjarkönnunargögnum. Með því að samþætta klassíska ofurtölvu (e. supercomputer) og skammtatútreikninga tekst verkefnið á við núverandi skammtatölvuáskoranir, svo sem takmarkaða qubita (e. qubits) (grunneiningar skammtatölvunar) og skammtasuð. Þetta blendingslíkan miðar að því að bæta skilvirkni, nákvæmni og sveigjanleika við úrvinnslu fjarkönnunargagna.
Innan þessa verkefnis mun annar doktorsneminn einbeita sér að hliðstæðum skammtatölvum (e. analog quantum computers), en hinn doktorsneminn mun einbeita sér að stafrænum skammtatölvum (e. digital quantum computers). Sameiginleg markmið beggja doktorsnemana eru:
Framkvæma ítarlegar greiningar á fjarkönnunaraðferðum og bera kennsl á nauðsynlegar vélbúnaðarkröfur fyrir skammta-klassískar tölvuaðferðir (e. hybrid quantum-classical computing approaches).
Þróa og útfæra skammta-klassiskar tölvuaðferðir á ofurtölvur og takast á við núverandi takmarkanir skammtaaðferða.
Aðlaga ofangreindar aðferðir að sérstökum fjarkönnunar notkunartilvikum sem verða notuð til þess að meta gæði aðferða.
Að taka þátt í og leggja sitt af mörkum til fræðsluviðburða eins og námskeiða og hackathons sem miða að notendum með þverfaglegan rannsóknarbakgrunn.
Taka þátt í að setja saman ítarlegar og reglulegar skýrslur um framvindu verkefnisins.
Kynna rannsóknarniðurstöður fyrir hagsmunaaðila og víðara rannsóknarsamfélag á fundum, ráðstefnum og í rannsóknartímaritum.
MSc gráða í skammtaeðlisfræði, tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði, stærðfræði eða tengdum sviðum.
Reynsla af skammtatölvuforritun er kostur.
Þekking á helstu aðferðum gervigreindar og vélræns náms.
Gott vald á talaðri og ritaðri ensku.
Góð samskiptahæfni.
Ráðning í starfið er háð því að umsækjandi sæki formlega um að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands í viðeigandi deild og að umsóknin sé samþykkt af deildinni.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Doktorsnemastarfið hefst vorið 2025 en möguleiki er á að hefja störf fyrr.
Umsókn skal innihalda:
Kynningarbréf
Ferilskrá (starfsreynsla, forritunarhæfni, ritskrá ef einhver er)
Afrit af prófskírteinum (BS og MS)
Eina blaðsíðu um áhuga á rannsóknum
Upplýsingar um tvo umsagnaraðila, tengsl þeirra við umsækjanda og hvernig má hafa samband við þá
TOEFL/IELTS eða samsvarandi niðurstöður úr prófunum
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Lesa má um jafnréttisáætlun skólans á vef HÍ.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. Hægt er að finna frekari upplýsingar um málstefnu HÍ á vef HÍ.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.02.2025
Gabriele Cavallaro, gcavallaro@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Lektor á sviði fjármunaréttar, Lagadeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði fjármunaréttar við...
Sækja um þetta starfSérfræðingur í gagnavísindum við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í gagnavísindum við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar...
Sækja um þetta starfLektor á sviði stærðfræðimenntunar hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði stærðfræðimenntunar við...
Sækja um þetta starfLektor við Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Hlusta Laus eru til umsóknar tvö störf lektora í félagsráðgjöf. Leitað er eftir einstaklingum...
Sækja um þetta starfLektor í starfstengdri siðfræði við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar starf lektors...
Sækja um þetta starfLektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Menntavísindasviðs Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar starf...
Sækja um þetta starf