Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf ritstjóra kennsluskrár Háskóla Íslands. Útgáfa kennsluskrár heyrir undir kennslusvið Háskóla Íslands. Ritstjóri er starfsmaður kennslusviðs og stýrir reglulegri vinnu við kennsluskrá Háskóla Íslands, sem gefin er árlega út á vef Háskóla Íslands, í samráði við ritnefnd. Í því felst m.a. að skipuleggja innihald kennsluskrár og framsetningu efnis, leiðbeina starfsfólki sem kemur að gerð kennsluskrár og virkja fólk til samvinnu.
Ritstjóri ber faglega ábyrgð á gæðum kennsluskrár og tryggir að vandað sé til verka við gerð og útgáfu kennsluskrár.
Ritstjóri vinnur að þróun kennsluskrár og innleiðingu breytinga og nýjunga í samráði við ritnefnd og stjórnendur fræðasviða.
Ritstjóri hefur umsjón með samþykktarferli nýrra námsleiða og veitir fræðasviðum og deildum ýmsar leiðbeiningar og aðstoð í því sambandi.
Ritstjóri veitir fræðasviðum og deildum aðstoð og ráðgjöf i tengslum við breytingar á reglum Háskóla Íslands er varða nám og kennslu.
Ritstjóri hefur umsjón með upplýsingasíðum kennslusviðs sem varða nám og próf, á innri og ytri vef.
Meistarapróf sem nýtist í starfi, viðbótarmenntun er kostur.
Haldbær þekking á skipulagi menntunar á háskólastigi er kostur.
Reynsla af framsetningu efnis á vefmiðlum.
Reynsla af verkefnastjórnun.
Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæmni í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð íslenskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Góð enskukunnátta, reynsla af þýðingum úr og á ensku er kostur.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.11.2024
Kristinn Andersen, kiddi@hi.is
Sími: 5254688
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnastjóri í reikningshaldi Hlusta Laust til er umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í reikningshaldi á fjármálasviði Háskóla Íslands. Fjármálasvið er eitt...
Sækja um þetta starfBrænder du for kommunikation og formidling af det nordiske miljø- og klimaarbejde? De nordiske lande har høje ambitioner på klimaområdet...
Sækja um þetta starfRannsóknamaður á Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf rannsóknamanns á réttarefnafræði- og eiturefnafræðideild Rannsóknastofu...
Sækja um þetta starf