Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf nýdoktors við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu Frelsi til merkingarsköpunar sem styrkt er af Rannsóknasjóði (RANNÍS). Styrkurinn er til tveggja ára.
Frelsi til merkingarsköpunar: Líkamlegar reynslubundnar rannsóknir (Freedom to Make Sense: Embodied, Experiential and Mindful Research) er þriggja ára rannsóknarverkefni sem rekið er í samstarfi Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Verkefnið felst í rannsóknum á líkamlegri gagnrýninni hugsun á tímum umhverfis- og samfélagskreppu sem krefst breyttrar hugsunar. Í verkefninu, sem byggir á heimspeki og vitsmunavísindum, eru gerðar tilraunir með aðferðir sem nýta forðabúr upplifunarinnar í rannsóknaskyni. Kjarni samstarfsteymisins hefur þegar lagt grunn að verkefninu með því að reka Erasmus+ þjálfunarprógram (TECTU www.trainingect.com) í aðferðum líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar frá árinu 2021.
Aðalrannsakendur Frelsis til merkingarsköpunar eru Donata Schoeller (Háskóli Íslands og Universität Koblenz), Björn Þorsteinsson (Háskóli Íslands), Sigríður Þorgeirsdóttir (Háskóli Íslands), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (Listaháskóli Íslands) og Kristín Valsdóttir (Listaháskóli Íslands) en auk þess koma alþjóðlegir rannsakendur frá um 20 háskólum og rannsóknarstofnunum víða um heim að verkefninu. Verkefnið skapar Íslandi sérstöðu á sviði aðferða í líkamlegum, reynslubundnum rannsóknum með því að safna saman vísinda- og fræðafólki sem er leiðandi í heiminum á sviði tilfærslunnar frá kenningum um líkamleika yfir í iðkun líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar.
Nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu verkefnisins: https://makesense.hi.is/
Verkefni nýdoktorsins fela m.a. í sér að taka þátt í þjálfun rannsakenda, rannsóknarvinnu, að sækja fundi og vinnustofur rannsóknateymisins, vinna að birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar, flytja erindi á ráðstefnum og fundum og aðstoða við daglegan rekstur verkefnisins. Gert er ráð fyrir að nýdoktorinn vinni með rannsóknarteymi sem samanstendur meðal annars af aðalrannsakendum verkefnisins, þremur verkefnisstjórum verkefnisins og samstarfsaðilum.
Ætlast verður til þess að nýdoktorinn vinni við verkefnið að mestu leyti á starfstöð við Háskóla Íslands til að efla samstarf innan verkefnisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á sl. sex árum miðað við upphafsdag styrksins (tekið er tillit til þess ef veikindi, fæðingarorlof o.þ.h. hafa haft áhrif á feril umsækjanda)
Góð enskukunnátta í bæði rituðu og töluðu máli.
Íslenskukunnátta er kostur.
Rannsóknarbakgrunnur tengdur sviði rannsóknarinnar (s.s. á sviði fyrirbærafræði eða heimspeki líkamans) er æskilegur
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Með umsókn skulu fylgja
Akademísk ferilskrá (CV)
Yfirlýsing um rannsóknaráform (allt að 500 orð)
Fræðilegt ritsýni (t.d. fræðigrein eða bókarkafli)
Staðfestingar á prófgráðum (MA-gráða og doktorsgráða)
Tvö til þrjú meðmælabréf (meðmælendur skulu senda bréf beint á netfangið esmari@hi.is)
Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Laun verða samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara (fh.hi.is) og Fjármálaráðuneytis.
Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.01.2025
Sigríður Þorgeirsdóttir, sigrthor@hi.is
Eiríkur Smári Sigurðarson, esmari@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Nýdoktor í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam...
Sækja um þetta starfLektor í krabbameinslækningum innan lyflæknisfræði – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar 37% starf lektors í krabbameinslækningum...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið...
Sækja um þetta starfÍ Borg er markmiðið að allir njóti sín í starfi í streitulitlu starfsumhverfi, fái tækifæri til að gera sitt besta...
Sækja um þetta starfViltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starfSérfræðingur í efnafræði við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar...
Sækja um þetta starf