Viltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi?
Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun, kennslu og þjálfun barns með sérþarfir.
Leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum í Fossvoginum og liggur vel við samgöngum.
Einkunnarorð skólans eru Gleði, Vinsemd og Virðing, og er áhersla lögð á lýðræði, sköpun, útinám og lífsleikni í starfi með börnunum. Skólinn hlaut Regnbogavottun í apríl 2022.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun/reynslu sem nýtist í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð eru að sinna umönnun, kennslu og þjálfun barns í takt við þarfir þess, setja upp einstaklingsáætlanir og endurmeta þær, og vera í samstarfi við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa eftir atvikum.
Starfið er unnið í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra viðkomandi deildar.
Veitir Ingibjörg Brynjarsdóttir leikskólastjóri í síma 618 8933 eða tölvupósti furuskogur@reykjavik.is
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag.
Leikskólinn Furuskógur
við Áland
við Efstaland 28
108 Reykjavík
Starfamerkingar: Gefandi starf, Leikskóli, Reykjavíkurborg, Starf í boði
Fá tilkynningu um svipuð störf
Í Borg er markmiðið að allir njóti sín í starfi í streitulitlu starfsumhverfi, fái tækifæri til að gera sitt besta...
Sækja um þetta starf