Ísafjarðarbær
Við þjónum með gleði til gagns
Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsa laus til umsóknar fjögur 100% störf vegna aukinna umsvifa hafnanna.
Tvö störf skipstjóra/hafnsögumanns
Eitt starf skipstjóra
Eitt starf vélstjóra
Æskilegast er að umsækjendur geti hafið störf 1. mars 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Hafnir Ísafjarðarbæjar eru á Flateyri, Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri og er öll grunnþjónusta í boði á þessum stöðum. Meginstarfsstöð stafsmanna verður á stærstu höfninni, Ísafjarðarhöfn, en verkefnum er einnig sinnt á öðrum höfnum bæjarins þegar svo ber undir.
Störfin eru mjög fjölbreytt og skemmtileg og sumrin eru sérstaklega upplífgandi og erilsöm þegar um 200 skemmtiferðaskip sækja Ísafjörð heim. Starfsmenn verða hluti af samhentum, jákvæðum og kraftmiklum starfshópi hafnanna.
Í Ísafjarðarbæ eru rúmlega 4000 íbúar og hefur sveitarfélagið upp á fjölmargt að bjóða. Má þar nefna endalausa möguleika á að njóta einstakrar náttúrfegurðar svæðisins, rótgróið tónlistar- og menningarlíf og eitt besta skíðasvæði landsins. Samfélagið er einstaklega fjölskylduvænt með öflugum grunn- og leikskólum, menntaskóla, lýðskóla og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Hilmar K. Lyngmo, hafnarstjóri í síma 450-8081 eða í gegnum tölvupóst á hofn@isafjordur.is. Umsóknir skulu sendar til Hilmars á fyrrgreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum/prófskírteinum.
Frekari upplýsingar um störfin má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar (www.isafjordur.is) undir „Laus störf“. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2025.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.