Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Háskóli Íslands leitar að leiðtoga fyrir Félagsvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Félagsvísindasviðs starfar í umboði rektors. Forseti fræðasviðs er yfirmaður sviðsins, stýrir daglegri starfsemi og er akademískur leiðtogi þess og talsmaður innan háskólans og utan. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga.
Á Félagsvísindasviði starfa á þriðja hundrað manns að kennslu og rannsóknum. Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og lögð er áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öflugar samræður við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla.
Fjármál og rekstur fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra
Stjórnun, útfærsla og framkvæmd stefnu Háskóla Íslands á vettvangi fræðasviðs
Stjórnun og mannauðsmál sviðsins
Yfirumsjón með stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins
Tryggja gæði kennslu og uppbyggingu rannsókna og þjónustu
Stuðla að og styðja við öfluga liðsheild og faglegt samstarf
Byggja upp og efla tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila
Akademískt hæfi sem nemur a.m.k. dósentshæfi eða jafngildi þess að mati hæfisnefndar
Reynsla af alþjóðlegu háskólaumhverfi
Leiðtogahæfileikar
Metnaðarfull og skýr framtíðarsýn
Rík samskiptahæfni
Farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Ráðið verður í starfið til fimm ára. Á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglur sem háskólaráð hefur sett getur rektor ákveðið að framlengja ráðningu forseta fræðasviðs til fimm ára í senn. Forseti fræðasviðs er ráðinn af rektor að fenginni umsögn sérstakrar ráðgefandi hæfnisnefndar.
Með umsókn þarf að fylgja
Ferilskrá
Afrit af prófskírteinum
Greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Við ráðningu í störf við HÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans sem sjá má hér.Vakin er athygli á málstefnu HÍ sem sjá má hér.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.01.2025
Ragnhildur Ísaksdóttir, ragnhildurisaks@hi.is
Sími: 6941442
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfVerkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og...
Sækja um þetta starfUmsækjandi rannsóknastyrkja (e. grant writer) hjá Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sem snýr að styrkumsóknarskrifum (e....
Sækja um þetta starfVerkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra innkaupa á fjármálasviði Háskóla Íslands. Fjármálasvið er eitt...
Sækja um þetta starf