Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf Endurmenntunarstjóra tímabundið til eins árs. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á mennta- og fræðslumálum.
Endurmenntun HÍ er í fararbroddi í endur-og símenntun á Íslandi, lifandi vettvangur sem tengir Háskóla Íslands, atvinnulíf og samfélag og skapar fjölbreytt umhverfi náms fyrir öll þau sem vilja efla hæfni og þekkingu í lífi og starfi. Með víðtæku samstarfi, öflugri nýsköpun og fagmennsku þjónar Endurmenntun HÍ áhuga og þörfum einstaklinga, atvinnulífs og samfélags á hverjum tíma. Hlutverk Endurmenntunar HÍ er að stuðla að betra samfélagi með því að efla þekkingu og hæfni, tengja fólk og skapa tækifæri. Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.
Endurmenntunarstjóri starfar í umboði stjórnar og ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og sér um daglega starfsemi hennar. Hann sinnir stefnumótun stofnunarinnar og er ábyrgur fyrir áætlanagerð, fjármálum, mannauðsmálum, gæða- og þjónustumálum, markaðsmálum og námsframboði. Endurmenntunarstjóri ber ábyrgð á því að fylgja settri stefnu og ná markmiðum með m.a. vali á viðeigandi skipulagi og starfsháttum. Hann ber jafnframt ábyrgð á að tryggja tengsl, samskipti og samstarf við aðrar starfseiningar Háskóla Íslands.
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, fullorðinsfræðslu eða önnur sambærileg menntun er æskileg
Reynsla af stjórnun og stefnumótun
Sjálfstæði, góð skipulagshæfni og frumkvæði
Leiðtogahæfni og samskiptafærni
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.02.2025
Kristinn Andersen, kiddi@hi.is