Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið fer fram við Námsbraut í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Starf doktorsnemans er styrkt til a.m.k. þriggja ára með fjármunum frá Evrópska Rannsóknarráðinu (e. European Research Council).
Verkefnið er hluti af CMBeam rannsóknarverkefninu (http://cmbeam.com/) og mun líklega snúa að gagnaúrvinnslu og þróun tækjabúnaðar fyrir örbylgjusjónauka. Rannsóknirnar munu tengjast alþjóðlegum rannsóknarverkefnum eins og Simons Observatory, Taurus loftbelgstilrauninni og LiteBIRD gervitunglinu.
Doktorsnemandinn mun stunda sitt nám í samstarfi við vísindamenn við Háskóla Íslands sem og vísindamenn um allan heim. Námið mun fara fram undir handleiðslu Dr. Jóns Emils Guðmundssonar.
Meistaragráða í eðlisfræði, stjörnufræði, rafmagnsverkfræði, vélaverkfræði, tölvunarfræði, hagnýttri stærðfræði eða tengdum greinum.
Góð forritunarkunnátta í Python eða sambærilegu tungumáli.
Góð enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli.
Góð samstarfs- og samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við Háskóla Íslands í viðeigandi námsbraut og verði samþykktur inn í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið námið eigi síðar en september 2025.
Umsóknarferli
Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
Ferilsskrá (ásamt ritaskrá ef viðeigandi).
Lýsing á því hvernig umsækjandi uppfyllir ofangreind skilyrði, hvers vegna hann hefur áhuga á verkefninu, hvernig hann telur sig geta lagt til verkefnisins og hvaða væntingar hann hefur til doktorsnámsins (ca. 1 blaðsíða).
Afrit af prófskírteinum og einkunnum úr grunn- og meistaranámi.
Upplýsingar um 2-3 einstaklinga sem geta skrifað meðmælabréf (nafn, vinnustaður, tölvupóstfang) ásamt upplýsingum um tengsl þeirra við umsækjanda.
Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024
Jón Emil Guðmundsson, jegudmunds@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Í Borg er markmiðið að allir njóti sín í starfi í streitulitlu starfsumhverfi, fái tækifæri til að gera sitt besta...
Sækja um þetta starfNýdoktor í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam...
Sækja um þetta starfNýdoktor við Heimspekistofnun Hlusta Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf nýdoktors við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu Frelsi til merkingarsköpunar...
Sækja um þetta starfSérfræðingur í efnafræði við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar...
Sækja um þetta starfLektor í krabbameinslækningum innan lyflæknisfræði – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar 37% starf lektors í krabbameinslækningum...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar....
Sækja um þetta starf