Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar. Verkefnið er styrkt af RANNÍS til þriggja ára. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og alþjóðlegra rannsóknahópa verkfræðinga og lækna frá Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.
Markmið verkefnisins er að þróa sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir áhættumat á beinbrotum. Beinþynning er langvinnur sjúkdómur sem eykur líkur á beinbrotum og með hækkandi aldrei aukast líkurnar m.a. á mjaðmarbrotum. Myndtengd lífmerki unnin með smábútaaðferðum (e. finite element modeling) eru talin hafa forspárgildi fyrir hættu á mjaðmarbrotum en ekki hefur tekist að nýta þau innan læknisfræðinnar sökum þess að handmerkja þarf beinin í tölvusneiðmyndum (CT). Doktorsneminn mun þróa sjálfvirka myndgreiningaraðferð sem merkir beinin af mikill nákvæmni óháð vali á CT tæki. Til þess að sannreyna aðferðina munum við í samstarfi við hóp erlendra vísindamanna og aðgangi að gögnum úr fjölda CT tækja byggja smábútalíkön fyrir fjölbreytta klíníska notkun. Aðferðin mun auðvelda beinarannsóknir og flýta fyrir notkun nýrra skimunaraðferða við áhættumat á beinbrotum í lækningaskyni.
MS gráða á tengdum sviðum læknisfræðilegrar myndgreiningar, til dæmis rafmagns- og tölvuverkfræði, heilbrigðisverkfræði, tölvunarfræði, hagnýtri stærðfræði eða eðlisfræði.
Þekking á gervigreind, djúpum tauganetum og vélrænum lærdómi (e. machine learning) er kostur.
Sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum.
Góð enskukunnátta í ræðu og riti.
Ráðning í starfið er háð því að umsækjandi sæki formlega um að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands í viðeigandi deild og að umsóknin sé samþykkt af deildinni.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Doktorsnemastarfið getur hafist um leið og umsækjandi hefur verið samþykktur í námið.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:
Kynningarbréf þar sem fram kemur áhugi umsækjanda á verkefninu og rannsóknum.
Ferilskrá sem inniheldur upplýsingar um starfsreynslu, forritunarhæfni og ritaskrá ef við á.
Afrit af prófskírteinum (BS og MS) og námsferilsyfirliti með einkunnum.
Upplýsingar um tvo umsagnaraðila og hvernig má hafa samband við þá.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun á Íslandi. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.12.2024
Lotta María Ellingsen, lotta@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Sérfræðingur í efnafræði við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar...
Sækja um þetta starfViltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starfÍ Borg er markmiðið að allir njóti sín í starfi í streitulitlu starfsumhverfi, fái tækifæri til að gera sitt besta...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið...
Sækja um þetta starfLektor í krabbameinslækningum innan lyflæknisfræði – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar 37% starf lektors í krabbameinslækningum...
Sækja um þetta starfNýdoktor í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam...
Sækja um þetta starf