Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology) og tæknilegrar (engineering seismology) jarðskjálftafræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknarverkefnið Forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni á brotabelti Suðurlands og Reykjaness sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknasjóði Rannsóknarmiðstöðvar Íslands til þriggja ára.
Doktorsneminn mun stunda rannsóknir við forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni á brotabelti Suðurlands og Reykjaness sem tengist bæði tektónískum jarðskjálftum og jarðskjálftum tengdum eldvirkni. Verkefnið mun leitast við að ákvarða aukningu í jarðskjálftavirkni síðastliðinna ára sem tengist eldvirkni og samspili hennar við tektóníska jarðskjálftavirkni, en tugir þúsunda jarðskjálfta hafa orðið á Reykjanesi síðan 2019 í aðdraganda og kjölfar kvikuinnskota sem sum hafa leitt til eldgosa.
Doktorsneminn mun leggja áherslu á:
Þróun Bayesísks tölfræðilíkans af hrinukenndri jarðskjálftavirkni í kjölfar meginatburðar s.s. jarðskjálfta eða kvikuinnskots. Það mun fela í sér beitingu þróaðra tölfræðilíkana og kvörðun eðlisfræðilegra líkana til að kvarða jarðskjálftavirkni tengda tektóník og eldvirkni við kvikuhreyfingar og spennubreytingar í jarðskorpunni.
Þróa, kvarða og gera rauntímamat á skjálftavárlíkindum til skamms tíma vegna völdum hrinukenndrar jarðskjálftavirkni, ásamt kvörðun líkana af yfirborðshreyfingum í jarðskjálftum.
Vinna að samræmdri jarðskjálftaskrá fyrir suðvesturhorn Íslands
Beita mismunandi CSEP (Collaboratory for the Study of Earthquake Predictability) tölfræðilíkönum til þess að meta áreiðanleika forspárlíkana hrinukenndrar jarðskjálftavirkni.
Vinna doktorsnema við verkefnið verður uppistaða doktorsritgerðarinnar. Niðurstöðurnar munu nýtast við uppbyggingu og rauntímakeyrslu forspárkerfis fyrir jarðskjálftahrinur á Suðvesturlandi, sem munu einnig hafa gildi fyrir jarðskjálftavirkni annars staðar á landinu. Doktorsneminn mun vinna í alþjóðlegu teymi doktorsnema, nýdoktora og sérfræðinga við Háskóla Íslands sem er afar virkt í innlendu og alþjóðlegu samstarfi þ.m.t. H2020 Evrópuverkefnum. Helstu samstarfsstofnanir þessa verkefnis eru Veðurstofa Íslands, University College í London, Bretlandi, GFZ Jarðvísindastofnunin í Potsdam, Þýskalandi, Háskólinn í Napólí Federico II á Ítalíu, og ETH í Zurich í Sviss.
Meistaragráða í jarðeðlisfræði, eðlisfræði, tölfræði, jarðskjálftafræði, tæknilegrar jarðskjálftafræði eða verkfræði.
Reynsla af forspárlíkönum fyrir jarðskjálftavirkni (ETAS, epidemic-type aftershock sequence), greiningu á skjálftavárlíkindum, gerð tölfræðilíkana, og gervigreind er æskileg.
Góð almenn hæfni í forritun (t.d. Python), forritun í tölfræðiútreikningum, og tímaraðagreiningu.
Góð enskukunnátta í bæði töluðu og rituðu máli.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gögn sem fylgja skulu umsókn
Kynningarbréf (allt að 2 bls.) þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað viðkomandi telur sig hafa fram að færa.
Ferilskrá.
Afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám), eða staðfesting á áætlaðri útskrift með meistaragráðu ásamt staðfestu afriti af námsárangri í námskeiðum.
Afrit af meistaraprófsritgerð og/eða öðrum skyldum birtingum.
Nöfn á tveimur umsagnaraðilum og upplýsingar um hvernig má hafa samband við þá.
Niðurstöður úr TOEFL/IELTS eða sambærilegum prófum.
Ráðning er háð því að umsækjandi sæki formlega um doktorsnám við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og að umsóknin sé samþykkt af deild,
Verkefnisstjóri og aðalleiðbeinandi er Dr. Atefe Darzi, sérfræðingur við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari verður Dr. Benedikt Halldórsson, rannsóknarprófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, og fagstjóri jarðskjálftavár við Veðurstofu Íslands.
Starfið hefst 1. september 2025, eða eftir samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2025
Benedikt Halldórsson, skykkur@hi.is
Atefe Darzi, atefe@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í tölfræði Hlusta Starf doktorsnema í tölfræði er laust til umsóknar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna að...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfDoktorsnám í jarðhita með áherslu á þátt jarðhitavökva í kælingu kvikuinnskota Hlusta Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á...
Sækja um þetta starfLektor í kynjafræði, Stjórnmálafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóli Íslands Hlusta Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í kynjafræði....
Sækja um þetta starfLektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut...
Sækja um þetta starfLektor í þýsku Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þýska...
Sækja um þetta starf