Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði jarðhita, eldfjallafræði og tölulegra líkanreikninga við Jarðvísindastofnun Verkfræði- og nátturuvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við doktorsverkefni sem er hluti af HYCOMA-rannsóknarverkefninu: Þáttur jarðhitavökva í kælingu innskota, sem er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands til þriggja ára.
Doktorsneminn mun vinna með háþróuð tölvulíkön (CSMP++) til að:
Rannsaka hvernig jarðhitakerfi stjórna kælingu kviku í rótum eldstöðva, þar á meðal hversu lengi kvika getur haldist bráðin og náð til yfirborðs í eldgosum við mismunandi aðstæður.
Gera líkanreikninga á varmaflutning frá kvikuinnskotum og þróun kristöllunar kviku í samspili við grunnvatnsflæði.
Rannsaka áhrif mismunandi umhverfisaðstæðna (t.d. þurrka eða jökulskeiða) á varmaflutning í háhitasvæðum.
Þróa tölvulíkan af jarðhitakerfi í nýtingu, þar sem kvika í rótum kerfisins er varmagjafinn.
Rannsóknin mun byggja á einstökum gögnum frá jarðhitasvæðinu í Kröflu, sem ná yfir nokkra áratugi, allt aftur til Kröfluelda á 8. og 9. áratug 20. aldar. Í verkefninu felst því sjaldgæft og afar spennandi tækifæri til nýsköpunar og rannsókna. Verkefnið mun einnig stuðla að bættri þekkingu á þróun háhitasvæða, mat á goshættu og aukinni hagkvæmni í nýtingu jarðhitaorku. Markmið verkefnisins er að bæta skilning á þeim ferlum sem stjórna varmaflutningi frá kviku í háhitasvæðum innan megineldstöðva. Verkefnið mun nýta þverfaglega nálgun þar sem grunnvatnsfræði, eldfjallafræði og bergfræði eru sameinuð til að rannsaka samspil jarðhitavirkni og þróunar kviku í rótum eldstöðva. Einnig verður skoðað hvernig umhverfisbreytingar, svo sem loftslagsbreytingar, hafa áhrif á varmaflutning og virkni jarðhitakerfa.
Doktorsneminn mun starfa á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands undir handleiðslu Dr. Samuel Warren Scott, sérfræðings og Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. Verkefnið felur í sér nánara samstarf við alþjóðlegt teymi fremstu sérfræðinga í jarðhita, eldfjallafræði og tölvulíkönum frá stofnunum á borð við GFZ German Research Centre for Geosciences, Veðurstofu Íslands og Landsvirkjun.
Starfið felur í sér tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og stuttra rannsóknardvalar erlendis, auk vettvangsvinnu á jarðhitasvæðinu í Kröflu.
Meistaragráða í jarðvísindum, verkfræði, eðlisfræði eða skyldu fagi
Reynsla af meðferð og túlkun tölulegra gagna og notkun tölvulíkana
Forritunarkunnátta í Python, C++ eða sambærilegu tungumáli
Þekking á jarðhitakerfum, vökvaflæði og varmaflutningi er kostur
Góð enskukunnátta í bæði töluðu og rituðu máli
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gögn sem fylgja skulu umsókn
Kynningarbréf (allt að 2. bls.) þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda, rannsóknaráherslur og viðeigandi reynsla eru útskýrð
Ferilskrá (CV) með upplýsingum um námsárangur og forritunarfærni
Afrit af prófskirteinum (grunnnám og meistaranám)
Nöfn á tveimur umsagnaraðilum og upplýsingar um hvort og hvernig má hafa samband við þá
Ráðning er háð því að umsækjandi sæki formlega um doktorsnám við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og að umsóknin sé samþykkt.
Gert er ráð fyrir að doktorsnámið hefjist haustið 2025, eða eftir nánara samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2025
Magnús Tumi Guðmundsson, mtg@hi.is
Samuel Warren Scott, samuels@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Lektor í vistfræði sjávar eða ferskvatns Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði vistfræði sjávar eða ferskvatns...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði Hlusta Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology)...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í tölfræði Hlusta Starf doktorsnema í tölfræði er laust til umsóknar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna að...
Sækja um þetta starfLektor í kynjafræði, Stjórnmálafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóli Íslands Hlusta Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í kynjafræði....
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfLektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut...
Sækja um þetta starf