Vinasetrið er heimili og vettvangur fyrir börn sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda.
Gleði, Traust og Nánd og vinnum við að heilhug eftir þeirri hugsjón að hvert barn er einstakt og á skilið það allra besta.
kjarnast í einkunnarorðum þess og er hann að hvert barn hafi möguleika á að upplifa gleði þrátt fyrir aðstæður þess eða erfiðleika, að það geti lært að treysta öðrum og umhverfi sínu og upplifað kærleiksríka nánd.
Einnig er tilgangur að vera athvarf og stuðningur fyrir þau börn sem eru í þeim aðstæðum að létta þarf álagi af barni og fjölskyldu og mynda þétt stuðningsnet með fagmönnum og fjölskyldunum sjálfum. Allar ákvarðanir og ráðstafanir eru byggðar á því hvað er barninu fyrir bestu.
er að börnin finni að þau eigi stuðningsfjölskyldu og þétt stuðningsnet í starfsfólki og er hugmyndafræði starfseminnar sú að líkja sem mest eftir venjulegu heimili.
Í dvöl sinni á heimilinu mun börnunum bjóðast auknir möguleikar til frístunda, upplifana og aðbúnaðar. Það mun svo vonandi skila sér í því að áhrif erfiðleika eða félagslegrar stöðu mun síður bitna á þeim í daglegu lífi og í framtíðinni. Við teljum einnig að með þessu náum við að rjúfa þá félagslegu einangrun sem mörg börn búa við sem þurfa á stuðningsfjölskyldu að halda.
Vinasetrið er með rekstrarleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.