Nýr ungbarnaleikskóli við Hallgerðargötu er sniðin að þörfum ungra barna á aldrinum 12 mánaða til þriggja ára. Börn eru innrituð á aldrinum 12 til 24 mánaða og þurfa foreldrar að sækja um flutning í upphafi þess árs sem börnin verða 3 ára. Leikskólinn rúmar 60 börn og starfar í tveimur deildum. Ungbarnaleikskólar taka inn börn á aldrinum 12-24 mánaða. Sækja þarf um flutning í aðra leikskóla á því ári sem börnin verða 3 ára. Leikskólinn er önnur tveggja starfsstaða, en hin starfstöðin er ungbarnaleikskóli í Bríetartúni.
Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.
Leikskólastjóri er Anna Ben. Blöndal