Thor Ice Chilling Solutions er hátæknifyrirtæki sem hannar, þróar og framleiðir “snjallar” (e. intelligent chilling) kælilausnir fyrir matvælaiðnað, með sérstaka áherslu á kjúklingavinnslu og fiskeldi. Á meðal viðskiptavina eru stærstu kjúklingaframleiðendur í Evrópu.
Vegna aukinnar sölu til lykilmatvælaframleiðenda í Evrópu og víðar hefur fyrirtækið þörf fyrir fleira starfsfólk. Fyrirtækið sækist eftir fjölbreyttri þekkingu og starfsfólki af öllum kynjum og uppruna.
Einkaleyfisvarin IceGun® tækni fyrirtækisins leysir stór vandamál í kjúklingavinnslu og gerir framleiðendum mögulegt að auka framleiðslu, bæta kælingu, uppfylla reglugerðir, spara orku, auka fæðuöryggi og draga úr matarsóun. Mikilvægur þáttur í hátæknilausnum fyrirtækisins er mælitækni, sérhæfður hugbúnaður, stýringar og vinnsla á gögnum.
Thor Ice hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar innanlands og erlendis, var tilnefnt fyrir hönd Íslands til Norrænu umhverfisverðlaunanna, var valið í hóp EIT Food Rising Food Stars og hefur fengið verðmætan stuðning frá Tækniþróunarsjóði Rannís, Norræna umhverfisbankanum – Nefco, og Evrópusambandinu.
Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur 17 starfsmanna á ýmsum sviðum og er fyrirtækið með starfsemi í Reykjavík, Danmörku og söluskrifstofu í Hollandi.
English
Thor Ice Chilling Solutions is a high-tech company that designs, develops, and produces intelligent slurry ice chilling solutions for the food processing industry, with special focus on poultry production and aquaculture. Among its customers are the largest poultry producers in Europe.
Due to increased sales to key fresh food producers in Europe and elsewhere, the company is looking to grow its team. The company seeks a broad variety of knowledge and a diverse team of all genders and backgrounds.
The company’s patented IceGun® technology solves major challenges in poultry production and enables producers to increase production, improve their cooling, fulfil regulations, save energy, increase food safety, and prevent food waste. An important part of this high-tech solution are measurement technologies, specialised software, controls and data analysis.
Thor Ice has received many recognitions both in Iceland and internationally, was nominated on Iceland’s behalf for the Nordic Council Environment Prize, was selected to join EIT Rising Food Stars and has received valuable support from the Rannís Technology Development Fund, The Nordic Green Bank – Nefco, and the European Union.
The company has a strong team of 17 people working in different positions with operations in Reykjavík, Denmark and a sales office in the Netherlands.