Tengi ehf. er leiðandi fyrirtæki í innflutningi og sölu á hreinlætistækjum og pípulagningaefni.
Fyrirtækið er starfrækt á 3 stöðum, í 3000m2 húsnæði að Smiðjuvegi 76 í Kópavogi, 600m2 húsnæði að Baldursnesi 6 á Akureyri og 732m2 húsnæði að Austurvegi 69 á Selfossi.
Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á gott samstarf með hönnuðum, arkitektum, pípulagningamönnum og öðrum fagmönnum í byggingariðnaðinum ásamt hinum almenna viðskiptavini.
Markmið Tengis hafa frá byrjun verið að bjóða góða og viðurkennda vöru á hagstæðu verði frá þekktum framleiðendum þar sem byggt hefur verið áralangt og traust samband.
Hlutverk Tengis er að auðvelda viðskiptavinum val á gæðavörum á sviði hreinlætistækja og lagnaefnis, sem studdar eru af framúrskarandi þjónustu.
Meðal þekktra vörumerkja hjá fyrirtækinu má nefna blöndunartæki frá Mora, Vola, Dornbracht og Hansa, hreinlætistæki frá Ifö, Geberit og Alape, gólfniðurföll frá Unidrain og Kessel, lagnaefni frá Uponor og dælur frá Grundfos.
Tengi hefur náð að selja í mörg krefjandi og gefandi verkefni, stór sem smá á þessum árum sem of langt er að telja upp hér.
Hjá fyrirtækinu starfa í dag 43 starfsmenn, margir þeirra eru með langa starfsreynslu og hafa mjög mikla þekkingu og reynslu í þessum geira.