Prentsmiðjan Svansprent hefur verið leiðandi í prentun allt frá stofnum fyrirtækisins árið 1967,
og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi.
Svansprent hefur stækkað smám saman í gegnum tíðina og hefur nú yfir að ráða fullkomnum tækjakosti fyrir fjölbreytt verkefni.
Hjá okkur starfa rúmlega 30 manns, mest fagmenn með áralanga reynslu að baki.
Við leggjum áherslu á góða vinnuaðstöðu og vinalegt andrúmsloft enda er ánægt starfsfólk grunnur að góðu fyrirtæki.
Stefna okkar hefur alltaf verið að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttar lausnir á bestu fáanlegu verðum.
Hjá Svansprent færðu persónulega þjónustu, allt frá því að verkefni kemur í hús þar til það er afgreitt.