Vigdísarholt er rekstraraðili þriggja hjúkrunarheimila – Sunnuhlíð í Kópavogi, Seltjörn á Seltjarnarnesi og Skjólgarður á Höfn í Hornafirði. Upphaflega var Vigdísarholt stofnað í janúar 2014 með það að markmiði að taka yfir rekstri Sunnuhlíðar. Í ársbyrjun 2019 var Vigdísarholt beðið fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins Seltjörn að Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi. Það var nýbyggt 40 manna hjúkrunarheimili ásamt dagdvöl eldri borgara. Fyrstu heimilismennirnir fluttu inn í lok marsmánaðar sama ár. Skjólgarður bætist svo við í hópinn frá og með 1. mars 2021. Það er 27 manna hjúkrunarheimili sem er einnig selur mat til grunnskóla Hornafjarðar og til ýmiss konar þjónustu úrræða í sveitarfélaginu og sér um heimsendan mat.