Sólargluggatjöld hafa verið leiðandi í framleiðslu og sölu gluggatjalda í yfir hálfa öld. Edwin Árnason eldri, stofnaði fyrirtækið 1946 og framleiddi fyrirtækið þá ál- og trérimlatjöld að Lindargötu 25. Fyrirtækið hóf framleiðslu strimlagluggatjalda árið 1970, hið fyrsta á Íslandi. Fyrirtækið bætti smá saman við framleiðslu, s.s. rúllutjöldum, sólarfilmum, plíseruðum gluggatjöldum, brautum og stöngum, nú síðast hefur fyrirtækið bætt gluggatjaldaefnum við vöruúrvalið.
Fyrirtækið hefur allt frá upphafi verið sterkt á verktakamarkaði (fyrirtæki og stofnanir) jafnt sem á smásölumarkaði.
Árið 2005 tók Valdimar Grímsson við rekstrinum og starfa 13 manns við fyrirtækið nú, verslun og verksmiðja er til húsa í Ármúla 13a.
Árið 2013 sameinaðist Pílugluggatjöld og Ljóri Sólargluggatjöldum sem eflir fyrirtækið hvað varðar fjölbreytni.