Securitas er leiðandi fyrirtæki sem vinnur forvarnarstarf með það að markmiði að auka öryggi viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir að þeir verði fyrir tjóni.
Securitas heldur úti þremur útibúum, á Akureyri, Eskifirði og Reykjanesi.
Starfsfólkið samanstendur af fjölbreyttum og öflugum hóp fólks með ýmiskonar bakgrunn og menntun.
Mikið er lagt upp úr góðum vinnuanda, jákvæðum samskiptum og búum þannig til umhverfi sem okkur öllum líður vel í.
Umhverfið okkar er allt í senn krefjandi og skemmtilegt og hér er góð liðsheild sem skilar sér í meiri árangri og líflegri menningu og leggjum við mikla áherslu á samvinnu og fagmennsku.
Securitas leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem eflir það og styrkir.Við erum stolt af því hversu margir hafa fengið að vaxa og þróast í starfi hjá Securitas, en hér er möguleiki á öflugri starfsþróun og tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í starfseminni á hverjum tíma.
Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum og við tryggjum það að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta.
Þjónustuframboð Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Vörur sem félagið selur eru tengdar öryggismálum og telja m.a. innbrotaviðvörunarkerfi, brunaviðvörunarkerfi, myndavélakerfi, aðgangsstýrikerfi og slökkvikerfi.