Skrifstofa ríkisendurskoðanda nefnist Ríkisendurskoðun. Hlutverk embættisins er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins, að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við ákvarðanir Alþingis. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Hann er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum.
Sjálfstæði embættisins felst í því að þótt það heyri stjórnskipulega undir Alþingi þá velur hún sjálf og skipuleggur verkefni sín. Ríkisendurskoðun er því í senn sjálfstæð gagnvart Alþingi og algerlega óháð framkvæmdarvaldinu. Að þessu leyti er staða Ríkisendurskoðunar svipuð og systurstofnana hennar í nágrannalöndunum. Hvarvetna er litið svo á að sjálfstæð staða sé forsenda þess að ríkisendurskoðanir geti sinnt hlutverki sínu.
Starfsfólk er um 50 á tveimur starfsstöðvum. Aðalskrifstofa embættisins er í Bríetartúni 7 í Reykjavík en auk þess rekur embættið starfsstöð að Glerárgötu 34 Akureyri.
Brietartún 7, Reykjavík
Glerárgata 34, Akureyri