Leikskólinn Sæborg tók til starfa árið 1993. Umhverfi leikskólans er heillandi með útsýni yfir sjóinn til Bessastaða og yfir Reykjanesið ásamt fjörunni í næsta nágrenni.
Í fjöruna sækjum við efnivið til skrauts, upplifunar og listsköpunar.
Grásleppuskúrarnir sem eru skammt undan hafa oft verið uppspretta hugmynda fyrir þemastarf en í Sæborg er lagt mikið upp úr slíku starfi.
Sæborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem 71 barn getur dvalið samtímis.
Deildirnar heita: Garðar, Lambhóll, Suðurhlíð og Brúarendi.
Leikskólastjóri er Hafdís Svansdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Jóna Hilmisdóttir