Leikskólinn Jörfi er staðsettur við Hæðargarð í Reykjavík. Hann tók til starfa í ágúst 1997 og er í dag fimm deilda leikskóli. Deildirnar heita Hlíð, Holt, Laut, Lundur og Sel. Í Jörfa dvelja 92 börn samtímis á aldrinum eins til sex ára. Aðbúnaður og staðsetning leikskólans er góð með ýmsum möguleikum til útivistar. Í göngufæri eru Hákonarlundur, Elliðaárdalur, Fossvogsdalur og Laugardalur ásamt mörgum öðrum grænum svæðum og görðum.
Leikskólastjóri er Bergljót Jóhannsdóttir (í leyfi)
Aðstoðarleikskólastjóri er Ágústa Hjaltadóttir (starfandi leikskólastjóri)