Leikskólinn Hamrar tók formlega til starfa 20. febrúar 2001.
Hann stendur í miðju Víkurhverfi og er fjaran því í næsta nágrenni og góðar gönguleiðir um hverfið sem eru vel nýttar.
Fjórar deildir eru á leikskólanum sem heita Álfaberg, Dvergasteinn, Hulduhóll og Tröllabjarg.
Börn á leikskólanum eru um 85 talsins.
Leikskólastjóri er Erna Jónsdóttir