Leikskólinn Grænaborg var upphaflega opnaður árið 1931 þá staðsettur við Hringbraut og rekinn af Barnavinafélaginu Sumargjöf.
Reykjavíkurborg tók við rekstrinum árið 1979 og flutti leikskólinn í núverandi húsnæði 1983.
Húsnæði er í eigu Barnavinafélags Sumargjafar en er leigt af Reykjavíkurborg undir rekstur leikskólans.
Í Grænuborg eru 76 börn samtímis á fjórum deildum. Deildirnar heita Dropadeild, Sólskinsdeild, Mánadeild og Stjörnudeild.
Starfsfólk er um 20 talsins.
Leikskólastjóri er Gerður Sif Hauksdóttir