Leikskólinn Funaborg er stundum kallaður leikskólinn í skóginum. Við erum umkringd trjám og skemmtilegum göngustígum í kringum og meðfram Grafarvoginum.
Við leggjum mikla áherslu á bernskulæsi og frjálsan leik í starfi.
Leikskólinn Funaborg er þriggja deilda leikskóli, en á á næstu árum að verða 7 deilda leikskóli. Funaborgin stendur við Gullinbrú í miklum, fallegum og ævintýralegum skógarlundi
Í Funaborg trúum við að barnið sé hæfur einstaklingur sem getur, skilur, kann og vill.
Í félagslegri tengingu við jafningja sína, kennara, foreldra, nærumhverfi sitt og stærra samfélagið verði barnið sterkara, hafi trú á eigin getu og öðlist kjark og þor til að leysa úr eigin vandamálum og flóknum samskiptamynstrum.