Leikskólinn Blásalir var byggður árið 2000 og er staðsettur efst í Selásnum.
Við hönnun skólans var haft að markmiði að gleðja barnsaugað og standa því sterkgulir pýramídar upp úr húsinu.
Undir pýramídaþökunum eru leikstofur eða kjarnar sem nýttir eru sameiginlega fyrir annars vegar yngri deild og hinsvegar eldri deild.
Í kjörnunum er stór sullulaug ásamt fjölnota rými fyrir miðju húsinu og listasmiðju sem jafnframt nýtist sem leiksvið.
Matjurtagarður og safnkassar eru við leikskólann og rækta börnin matjurtir þar á sumrin, ásamt því að vera í moltugerð allan ársins hring.
Á leikskólanum starfa um 25 manns og þar dvelja 76 börn samtímis á fjórum deildum; gulu-, bláu-, grænu-, og rauðu deild.
Leikskólastjóri er: Margrét Elíasardóttir