Grunnskóli, 1.-7. bekkur
Grandaskóli við Keilugranda hóf starfsemi sína haustið 1986. Skólinn stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Í Grandaskóla er 1.-7. bekkur en 8.-10. bekkur er í Hagaskóla. Við skólann starfa um 35 kennarar og 17 aðrir starfsmenn.
Frístundaheimilið Undraland er við skólann, safnfrístundin Frostheimar er fyrir nemendur í 3.-4. bekk og félagsmiðstöðin Frosti er fyrir elstu nemendur skólans.