Réttarholtsskóli er safnskóli á unglingastigi með um 440 nemendur í 8.-10. bekk sem flestir koma úr Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Hvassaleitisskóla.
Í skólanum leggjum við sérstaka áherslu á góð tengsl milli nemenda, foreldra og starfsfólks.
Skólinn hefur alla tíð lagt áherslu á að nemendur finni að starfsfólk ber umhyggju fyrir þeim og virðir þá sem einstaklinga en jafnframt því væntum við mikils af nemendum hvað varðar námsástundun og framkomu.
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni, vellíðan en með því undirstrikar skólinn þá trú að vellíðan er undirstaða árangurs og að allir í skólasamfélaginu sýni og mæti virðingu í öllum samskiptum. Félagsmiðstöðin Bústaðir býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir nemendur skólans.