Opin Kerfi hefur starfað frá árinu 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og miðlægum búnaði.
Opin Kerfi er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn ávallt í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Opin Kerfi á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt skeið eins og t.d. HP og HPE, Microsoft, Cisco, Red Hat og mörg fleiri.
Fyrirtækið er vottað samkvæmt ISO/IEC 27001 staðlinum.
Gildi Opinna Kerfa eru opinn hugur, heiðarleiki, eitt lið og sigurvilji.
Þess vegna eru Opin Kerfi í hlutverki tölvudeildar viðskiptavina okkar.