Stærsti skemmtistaður í heimi er ekki bara slagorð Nova heldur nær það líka utan um anda fyrirtækisins. Sérstaða Nova er kúltúrinn sem setur tóninn fyrir vörumerkið og nær líka utan um markmið okkar um að veita jákvæða og framúrskarandi þjónustu. Andi Nova er í takti við starfsemi fyrirtækisins: Ferskur, öðruvísi og skemmtilegur. Jákvæður og hreinskilinn. Nova kúltúrinn er lykilþáttur í hugmyndafræði okkar og við hvetjum stöðugt til nýrra aðferða við að framkvæma hlutina!
Vinnustaðurinn er glaðlegur og starfsfólkið er samloðandi þáttur í því. Við leggjum áherslu á samvinnu og jöfnuð í daglegu starfi og reynum eftir fremstu getu að fletja út valdapíramídann. Við erum rígmontin af okkar hæfileikaríka og reynslumikla hópi starfsfólks og mikla starfsánægju sem mælist hjá fyrirtækinu.