Getur þú séð sjálfa/n þig vinna á bóndabæ á Danmörku, hóteli í Noregi eða í skemmtigarði í Finnlandi?
Með hjálp Nordjobb getur þú sótt um árstíðabundið starf hvar sem er á Norðurlöndunum.
Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum, húsnæði og menningar- og frístundadagskrá til ungmenna á aldrinum 18-30 ára.
Með Nordjobb getur þú öðlast dýrmæta starfsreynslu en að auki upplifað nýja hluti, ásamt því að kynnast fólki frá norðurlöndunum og eignast nýja vini.
Þegar tilboð um vinnu berst frá Nordjobb fylgir því aðstoð við leit að húsnæði á staðnum. Á hverju ári miðlum við húsnæði í hundraðatali til ungmenna á aldrinum 18-30 ára.
Við leitum að íbúðum eða herbergjum með aðgang að sturtu, salerni og eldhúsi. Mikilvægt er að stutt sé í almenningssamgöngur, sérstaklega í stærri borgum. Við viljum bjóða þátttakendum gott húsnæði á sanngjörnu verði þar sem launin þeirra nægja ekki til að borga háa leigu. Húsnæðið sem við bjóðum upp á er því oft stúdentaíbúðir. Meðal annarra möguleika er að nokkrir þátttakendur búa saman í stærri íbúð eða húsi. Íbúðir og herbergi þurfa að vera innréttaðar með a.m.k nauðsynlegustu húsgögnunum. Eldhúsbúnaður, dýna og koddi eiga að vera til staðar í íbúðinni/herberginu.
Nordjobb vinnur að því að auka hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum og að auka þekkingu á tungumálum og menningu á Norðurlöndunum. Frá 1985 höfum við veitt um það bil 29.000 ungmennum á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að upplifa norrænt land yfir sumarmánuðina. Með því að taka þátt í Nordjobb leggja bæði þátttakendur og vinnuveitendur sitt af mörkum til að auka hreyfanleika yfir landamæri Norðurlandanna
Nordjobb snýst ekki eingöngu um vinnu, heldur einnig um upplifanir. Mikilvægur liður í hugmyndafræði Nordjobb er að bjóða upp á frístundastarfsemi fyrir þátttakendurna. Menningar- og frístundastarfsemin þjónar ýmsum tilgangi. Hún skapar tækifæri fyrir ungmenni allstaðar frá Norðurlöndunum til að hittast og mynda tengsl, en býður einnig upp á tækifæri til að kynnast dvalarlandinu betur. Auk þess að skipuleggja viðburði og ferðir þá leggjum við áherslu á fjölda ólíkra málaflokka. Þeir geta fjallað um skilning á norrænum tungumálum, staðbundnar hefðir sem og þjóðarhefðir, sögu og samfélag og fræðslu um vinnumarkað á Norðurlöndunum.