Í rúm hundrað ár höfum við fengið að gleðja bragðlauka landsmanna. Fyrst um sinn með brjóstsykrum og karamellum en svo bættist Síríus súkkulaðið fljótlega við, ásamt fleiri framleiðsluvörum. Þannig höfum við átt því láni að fagna að fá að vera hluti af gleðistundum þjóðarinnar, stórum sem smáum. Við þökkum traustið og höldum ótrauð áfram að þróa vörur til að kæta Íslendinga í nútíð og framtíð.
Vegna vaxandi umsvifa leitum við að öflugu, ábyrgu og framsýnu starfsfólki sem hefur drifkraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd, ásamt brennandi áhuga á því að ná árangri í starfi. Nánari lýsingar á störfunum má finna hér fyrir neðan.