Leikskólinn Múlaborg var formlega stofnaður í janúar árið 1975.
Frá upphafi hefur Múlaborg verið leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna.
Múlaborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem 80 börn á aldrinum eins til sex ára dvelja samtímis.
Deildirnar heita Kisu- Bangsa- Unga- og Hvolpadeild. Árið 2023 bættust við þrjár deildir Krumma-, Lunda- og Ugludeild.