MT Ísland var stofnað árið 2019 en fyrirtækið er dótturfyrirtæki danska fyrirtækisins Midtfyns Totalservice sem var stofnað árið 2005. MT Ísland sérhæfir sig í tjónaþjónustu og innivist. Með innivist er átt við myglusvepp eða önnur skaðleg efni sem mögulega þrífast eða eru til staðar í húsnæðinu hjá þér eða vinnustaðnum. Hjá okkur er mikilvægt að meðhöndla vandamálið á ábyrgan og skynsamlegan hátt til að lágmarka bæði rask og kostnað.
Í dag starfa 15 manns í fullu starfi hjá fyrirtækinu.