Melaskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa um 550 nemendur í 1. – 7. bekk og um 80 starfsmenn. 8.-10. bekkur er í Hagaskóla.
Stefna Melaskóla er að vera árangursríkur skóli sem byggir á traustum grunni þar sem gleði og umburðarlyndi, kurteisi og jákvæður agi einkennir starfsumhverfið.
Nám og velferð nemenda er ætíð sett í öndvegi. Vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi í daglegu starfi.
Skólinn leggur mikla áherslu á gott og öflugt samstarf við fjölskyldur skólans.