Mannverk ehf var stofnað á vordögum árið 2012 og í dag starfa hjá okkur yfir tuttugu framúrskarandi starfsmenn og fjölmargir aðilar í undirverktöku. Við sérhæfum okkur í byggingastjórnun, þróunarverkefnum, stýriverktöku, stjórnun verkefna og hönnunar ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Við bjóðum persónulega þjónustu og samstarf á öllum stigum verkefna.
Hjá Mannverki er lögð áhersla á faglega stýringu verkefna og er gæðakerfi Mannverks vottað samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum. Falleg hönnun er í fyrirrúmi og umhverfismál en sem leyfishafi á Svansvottuðu húsi hefur Mannverk skapað sér sérstöðu sem byggingaraðili vistvænna húsa.