Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar.
Þó er heimilt að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Þeir sem ekki hafa áður starfað í lögreglu verða að vera reiðubúnir að sitja nýliðanámskeið og standast þrekpróf og læknisskoðun.
Farið er fram á góða samskipta- og samvinnuhæfni, lausnamiðað og jákvætt viðhorf, sveigjanleika og drifkraft auk skipulagshæfni og vandvirkni í vinnubrögðum. Aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur.
Umsókn skulu fylgja afrit prófskírteina/námskeiða.