ALHLIÐA BYGGINGALAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA Í FRAMKVÆMDAHUG
Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og byggir starfsemin á margreyndum framleiðsluferlum. Starfsfólk okkar er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir íslenskan byggingariðnað.
Starfsemi okkar er rekin á þremur stöðum á landinu. Höfuðstöðvarnar eru á Lynghálsi 2 í Reykjavík, þar eru skrifstofur forstjóra, fjármálastjóra og innkaupadeildar. Þar er einnig byggingadeild þar sem starfa verk- og tæknifræðingar ásamt hönnuðum, þar eru hannaðar byggingar og hús sem fyrirtækið framleiðir, bæði hvað varðar burðarþol og útlit. Á Lynghálsi 2 er einnig staðsett söludeild sem veitir faglega ráðgjöf og selur lausnir fyrir byggjendur límtrés- og stálgrindahúsa, einnig ýmsa íhluti til bygginga svo sem göngu- og iðnaðarhurðir, þakrennur o.fl. Ennfremur er þar lager og afgreiðsla.