Leikskólinn Álfaborg er þriggja deilda leikskóli sem starfar í anda Reggio Emilia og er staðsettur í Reykholti, Biskupstungum.
Nýtt húsnæði leikskólans var tekið í notkun í október 2019.
Í leikskólanum starfar metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna.
Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti.
Notifications