Leikskólinn Stakkaborg hóf starfsemi sína í janúar 1983. Á leikskólanum dvelja samtímis um 70 börn. Á Sjónarhóli eru yngstu börnin (1-2 ára) og eru þau með sér útisvæði, á Undralandi er miðhópurinn (2-3 ára) og á Kattholti eru elstu börnin (3-5 ára). Starfsmenn eru 23 talsins.
Leikskólastjóri er Jónína Einarsdóttir
Einkunnarorð Stakkaborgar eru gleði, hreyfing og vinátta
Hugmyndafræði leikskólans byggir meðal annars á kenningum John Dewey en í hans fræðum er lögð mikil áhersla á að barnið uppgötvi og læri af eigin reynslu, sé virkt og skapandi í leikjum sínum. Á Stakkaborg eru börnin virkjuð í hreyfingu m.a. með daglegri útivist og skipulagðri hreyfingu, yngstu börnin í salnum í leikskólanum og þau eldri í íþróttatíma í sal íþróttahúss Háteigsskóla.