Seljakot tók til starfa haustið 1996. Í leikskólanum dvelja 84 börn samtímis á fimm deildum. Deildarnar heita Mýri, Mói, Kot, Sel og Ból. Leikskólinn er staðsettur við Rangársel í Seljahverfi, mitt á milli Seljakirkju og Ölduselsskóla. Umhverfið er fallegt og ákaflega fjölbreytt með rennandi vatni, trjám og ýmsum gróðri sem bíður upp á ótal útivistarmöguleika.
Leikskólastjóri er Sigríður Kristín Jónsdóttir