Rauðhóll er 10 deilda leikskóli með pláss fyrir 197 börn og þar starfa 83 starfsmenn. Starfstöðvar leikskólans eru þrjár, Litir við Sandavað 7, Ævintýri við Árvað 3 og Skógarhúsið í Björnslundi við Elliðabraut 26. Gula og Bláa deild er fyrir 1-2 ára. Rauða og Græna 2-3 ára. Ævintýrahóll 4 ára. Ævintýralundur 3 ára. Ævintýradalur 4 og 5 ára. Ævintýraland og Ævintýraeyja 5 ára. Rauðhóll er staðsettur í Norðlingaholtinu og er í nálægð við Rauðavatn, Elliðaárdal, Heiðmörk og Rauðhóla. Nærumhverfi skólans býður upp á fjölbreytta möguleika til skapandi og skemmtilegs útináms fyrir börn og starfsfólk.
Leikskólastjóri er Guðrún Sólveig Vignisdóttir
Rauðhóll er Hinseginvænn starfsstaður sem hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar.