Miðborg er 5 deilda leikskóli sem tók til starfa 2011 við sameiningu þriggja leikskóla; Lindarborgar á Lindargötu 26, Njálsborgar á Njálsgötu 9-11 og Barónsborgar á Njálsgötu 70. Haustið 2023 lokaði Njálsborg. Við leggjum áherslu á að efla samvinnu og samstarf við nærumhverfið í miðbænum sem er iðandi af mannlífi og menningu. Það gefur kost á skemmtilegum og fjölbreyttum vettvangsferðum sem geta gefið börnum innsýn í samfélagið í sinni víðustu mynd. Að meðaltali eru 86 börn í Miðborg samtímis og er aldursblöndun barnanna mismunandi á milli deilda og aðstæðna hverju sinni. Deildarnar heita Regnbogaland, Krílakot, Krossfiskadeild, Kuðungadeild og Skeljadeild.
Leikskólastjóri: Kristín Einarsdóttir (í leyfi)
Starfandi leikskólastjórar eru Tinna Sigurðardóttir og Ösp Jónsdóttir